Staðreyndirnar um nýan meirihluta

Nógu margir hafa komið með blogg um tilfinningalegar skoðanir sínar á þessum málum öllum þannig að hér ætla ég bara að vísa í staðreyndir. Dæmi hver eins og hann sér, enda mun tilfinningalegt bull í mér ekki sannfæra neinn um neitt.

 

 

Skv. könnun Fréttablaðsins, framkvæmd 23. Janúar með 600 manna úrtaki völdu af handahófi: 

74,1% borgarbúa eru á móti nýjum meirihluta.
5,5% borgarbúa styðja Ólaf F. Magnússon borgarstjóra.

Tveim dögum eftir að Dagur B. Eggertsson tók við borgarstjórastólnum studdu 41,3% hann sem borgarstjóra.
Síðastliðinn miðvikudag studdu 56,9% hann sem borgarstjóra.

Ef gripið yrði til kosninga nú í borgarstjórn fengju flokkarnir eftirfarandi fylgi:

Samfylking: 42,3%
Sjálfstæðisflokkur: 34,8%
Vinstri grænir: 14,0%
Framsókn: 4,9%
Frjálslyndir: 2,9%

Samfylking fengi 7 borgarfulltrúa en Vinstri grænir 2. Sjálfstæðisflokkurinn fengi restina en hvorki Framsókn né Frjálslyndir kæmu manni inn. 

 

 

 

Fyrsta stóra mál nýs meirihluta er kaup á húsunum við Laugaveg 4 og 6, eins og tenging við þessa færslu sýnir.

 

Kostnaður við kaup á húsunum er 580 milljónir samkvæmt "öruggum heimildum" fréttablaðsins.
Gróðinn mun fara til fyrirtækisins Kaupangur ehf.
Búist er við að kostnaður við að gera húsin upp hlaupi á hundruðum miljóna.
Ef áætlað er að kaup lóða að viðbættum kostnaði við að gera húsin upp sé 800 milljónir þá ert þú, ef þú ert Reykvíkingur, að borga 6.796 krónur í þetta verkefni.
Ef gengið er úr frá spá moggans um að tapið verði aðeins 236,4 milljónir króna eftir sölu eignanna ert þú aðeins að borga 2.008 krónur.

 

 

Erfitt er að heyra skoðun Sjálfstæðismanna á málinu, en þeir virðast lang flestir styðja nýann meirihluta og eigin flokk í þessu máli. (Afsakið að ég nennti ekki að vitna í heimildir með þessa staðreynd, en ef enhver véfengir hana þá mun ég gera það)

 

Ef við hinsvegar kíkjum aftur í tíman áður en nýr meirihluti var myndaður kemur þetta í ljós:

11. Janúar síðasliðinn senti SUS frá sér yfirlýsingu: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/11/sus_laugavegshusin_verdi_ekki_fridud/
Þar kemur meðal annars fram: "Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur menntamálaráðherra til að hafna ósk Húsafriðunarnefndar um friðun húsanna á Laugavegi 4-6, segir í tilkynningu frá sambandinu í kvöld.

15. Janúar skrifar borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, þetta: http://thorbjorghelga.blog.is/blog/thorbjorghelga/entry/415072/
Þar kemur meðal annars fram: "Eru landsmenn allir tilbúnir til að láta ríkið greiða skaðabætur úr sjóði skattgreiðenda upp á hundruði milljóna fyrir Laugaveg 4-6?"

Svona má lengi halda áfram en ég held að púnkturinn sé kominn til skila.

 

Ég hvet fólk svo til að muna þetta eftir rúmlega tvö ár þegar kosið verður í borgarstjórn á ný.

 

Takk fyrir. 


mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kostningum, vegna þess að ég taldi að fulltrúar hans færu betur með fjármuni okkar borgarbúa heldur en vinstriskríllinn (sorry, en eftir síðustu uppákomu hefur orðið skríll fests við VG- og Samfylkingarfólk í mínum huga) sem hefur ítrekað í gegnum árin sýnt og sannað að hann ber enga virðingu fyrir almanna fé.   Eftir þennan hálvitaskap af hálfu sjálfstæðismanna hef ég misst alla trú á fulltrúum flokksins í borgarstjórn.

Það er ekki bara að þarna sé verið að sólunda a.m.k. 500 milljónum (endar sennilega í enn hærri tölu, skv. reynslu af opinberum framkvæmdum), heldur þýðir þetta líka að þróun Laugavegarins og miðbæjar Reykjavíkur stöðvast og hnignunin heldur áfram, þar til að eftir stendur algjört "slömm", því fjárfestar munu eftir þetta alveg örugglega draga að sér hendurnar í framhaldinu.

Þetta er líka heimskulegt fyrir nýjan meirihluta, sem veitir ekki af að reyna að öðlast stuðning og traust borgarbúa, í ljósi þess að skoðanakannanir hafa sýnt að 80% borgarbúa eru á móti því að þessir húskofar, sem ef eitthvað er, eru lýti á menningarsögu okkar verði þarna áfram.

Ég lít á þetta sem svik við fólk sem aðhyllist grundvallar stefnu Sjálfstæðisflokksins!

María J. (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 04:40

2 Smámynd: Karl Emil Karlsson

Þetta er bara verðið sem Ólafur F. kostaði, og Villi og félagar (ég segi ekki Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann leggur sig) voru tilbúnir að borga.

Karl Emil Karlsson, 26.1.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband