Morgunblaðið lýgur, almenningur gleypir við

Á mbl.is má sjá viðhengda grein skrifaða í gær sem ber fyrirsögnina "Fjórtánda frjálsasta ríkið". Ég ákvað að kanna heimildir þessarrar staðhæfingar enda skólabókardæmi um hálfann sannleik í fjölmiðlum sem er því miður allt of algengur.

Mér er mjög umhugsað til ákveðinnar ráðstefnu sem ég fór á í HÍ á vegum félagsins Res Extensa, sem er félag sem snýst um að efla gagnrýna hugsun, og einn fyrirlesara sem útskýrði hvernig "hálfur sannleikur" kæmi fram í fjölmiðlum. Þá sérstaklega í sambandi við orðin "rannsóknir sýna", "vísindalega sannað" eða, eins og í þessu tilviki að könnun sýni fram á einhvern "sannleik" sem blaðið vill koma til skila. Eftir að hafa séð hvernig þessi grein lyktaði af svona hálfsannleik sem "sýnir" hversu góð hægristefnan er, og vitandi það að mogginn er hart hægririt, þá ákvað ég að kanna hvað liggur á bakvið þessar kenningar.

Aðal umkvörtunarefnið er að morgunblaðið segir "frelsi", með fyrirsögninni "Fjórtánda frjálsasta ríkið", en það sem við erum raunverulega að tala um er einhverskonar blanda af hversu frjáls markaðurinn er, en líka hversu langt til hægri stefna viðkomandi ríkisstjórnar er. Ég undirstrika líka að það eru tveir mismunandi hlutir, eins og ég ætla að gera tilraun til að rökstyðja hér að neðan: 

 

Þessi könnun sem mbl.is fjallar svo frjálslega um, er gerð af Wall Street Journal og Heritage Foundation. Þarna eru lönd tekin og gefin einkunn fyrir nokkra þætti, og svo er þeim raðað í verðlaunasæti eftir meðaltali þessara þátta. Sumir þættirnir snúast klárlega um efnahagslegt frelsi, en aðrir aðeins um umsvif ríkisstjórnarinnar og aðra hluti sem skilja fremur milli hægri og vinstri en að hafa eitthvað að gera með efnahagslegt frelsi. En eigið mat er betra en eitthvað blaður í mér svo hér er listi yfir þessa þætti:

 

1. Bisness frelsi: Hversu erfitt það er að koma hugmyndum í framkvæmd, stofna fyrirtæki etc etc. - Klárlega góður mælikvarði á frelsi markaðarins og kemur hægri og vinstri ekkert við.

2. Viðskiptafrelsi: Hversu miklar reglugerðir og hömlur liggja við hlutum eins og innflutningi og útflutningi og hluti eins og mjólkurkvótann og þessháttar. - Klárlega góður mælikvarði á frelsi markaðarins og kemur hægri og vinstri ekkert við.

3. (Tekju)skattar: Hér bregst Wall Street Journal og co. með að bendla innkomuskatta við viðskiptalegt frelsi. Má hér nefna lönd eins og Danmörku sem eru bestu lönd í heimi þegar kemur að frelsi atvinnulífsins og markaðar, en hafa einnig mestan innkomuskatt í heimi. Meir um það neðar í færslunni. - Kemur ekkert frelsi markaðar við heldur bara hægri og vinstri.

4. Stærð ríkisstjórnar: Hér kemur annað dæmi um hvernig sú sögn að frelsi markaðar sé hægritengt, þrátt fyrir að raunveruleikinn sýni annað, hefur fest rætur og setur sinn svip á þessa könnun. - Kemur ekkert frelsi markaðar við en aðeins hægri og vinstristefnum.

5. Peningalegt frelsi: Verðbólga, (ó)stöðugleiki, ríkisafskipti af verðlagi. - Góður mælikvarði á frelsi markaðar og kemur hægri og vinstri ekkert við.

6. Fjárfestingafrelsi:  Reglugerðir varðandi erlenda gjaldmiðla, mótstaða við erlendar fjárfestingar, t.d. það að aðeins 25% íslensks sjávarútvegs má vera í erlendri eigu. - Lýsir algerlega frelsi markaðar en kemur hægri og vinstri ekkert við.

7. Fjármagnsfrelsi: Frelsi í fjármagnsviðskiptum, hvort bankar séu einkareknir eða ekki. - Kemur í raun hvorki frjálsum markaði né hægri og vinstri við. 

8. Eignarréttur: Hversu vel varðar eignir þínar eru fyrir ríkisstjórn og dómsstólum. - Kemur mest almennu frelsi við frekar en efnahagslegu frelsi eða hægri og vinstri stefnum.

9. Spilling: Gegnsæi í stjórnkerfinu og almenn spilling. - Kemur líka hvorugum hlut við.

10.  Vinnureglur: Reglugerðir um starfsmenn og laun, styrkur stéttafélaga. - Kemur lítið efnahagsfrelsi við en frekar mannréttindum og almennu frelsi, og svo auðvitað hægri og vinstri.

 

Í lokin ætla ég að koma með samanburð á Íslandi, mið-hægri sinnuðu landi með óþarflega mikilli forræðishyggju, og Svíþjóð, vinstrisinnaðasta landi heims:

 

1. Bisnessfrelsi:  Ísland 94,5%, Svíþjóð 94,8% - Aðeins auðveldara að koma hugmyndum í framkvæmd og stunda rekstur í Svíþjóð en á Íslandi, en munurinn er hverfandi.

2. Viðskiptafrelsi: Ísland 85%, Svíþjóð 86% - Sömu sögu er að segja með viðskiptafrelsið.

3. (Tekju)skattar: Ísland 73,6%, Svíþjóð 32,7% - Öflugasta menntunar, velferðar og heilbrigðiskerfi í heimi er ekki ókeypis, en það kemur markaðsfrelsi bara ekkert við.

4. Stærð ríkisstjórnar: Ísland 46,3%, Svíþjóð 3,9% - Öflugt velferðarkerfi í Svíþjóð, og það er stórt og dýrt í rekstri, gamlar fréttir. En hvað kemur það frjálsum markaði við?

5. Peningalegt frelsi: Ísland 74,8%, Svíþjóð 82,8% - Bíddu... vinstriríkið bara að skora hærra hvað varðar peningalegt frelsi? Ætti kannski einhver að segja sjálfstæðismönnum frá þessu?

6. Fjárfestingafrelsi: Ísland 60%, Svíþjóð 80% - Sömu sögu að segja hér.  Ef ég væri fjárfestir þá væri frelsi mitt til að stunda mitt fag og koma með hagsæld til þjóðarinnar mun betur gætt í Svíþjóð en hér.

7. Fjármagnsfrelsi: Ísland 70%. Svíþjóð 80% - Eins og áður.

8. Eignarréttur: Ísland 90%, Svíþjóð 90% - Ekki eins og þetta komi markaðsfrelsi mikið við. 

9. Spilling: Ísland 96%, Svíþjóð 92% - Svíþjóð má bæta sig í að gera kerfið gegnsærra, en þetta kemur bara frjálsum markaði ekkert við, né hægri og vinstristefnum.

10. Vinnureglur: Ísland 75%, Svíþjóð 62% - Reglugerðaflækjur eru frekar leiðinlegar bæði á Íslandi og í Svíþjóð, en það sem skilur þjóðirnar að er að það eru sterkari réttindi starfsmanna og meira gert til að koma í veg fyrir að atvinnurekendur níðist á starfsmönnum sínum eða beiti þá misrétti. En gallinn er að þetta kemur frjálsum markaði bara lítið við. 

 

Og þarna ákvað ég að bera saman við vinstrisinnaðasta ríki heims, en flest vinstriríki hafa enn frjálsari markað en Svíþjóð. Þar má nefna Danmörku til dæmis, sem skoraði 11. sæti í þessari könnun jafnvel þótt það hafi mjög fá stig fengið frá hægripörtunum, bara matinu á frelsi markaðar. 

 

Jæja, eins og nöldrið í mér sé ekki nóg til að sannfæra hægrimenn um að frjáls markaður er ekki bara þeirra megin við línuna, þá má nefna að Kaupþing er alvarlega að íhuga að færa höfuðstöðvar sínar til Hollands, eins vinstrisinnaðasta ríki heims, og gera upp í þarlendri mynt undir þarlendu stjórnkerfi, eins og kom fram á forsíðu Fréttablaðsins 17. janúar. Ástæðan er aðallega fólgin í peningalegu frelsi þar í landi.

Takk fyrir lesturinn. Góða nótt.


mbl.is Fjórtánda frjálsasta ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá þér. Takk fyrir

Jón Skafti Gestsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 10:35

2 identicon

Áhugaverð grein.Getur ekki verið að Svíþjóð sé bara aðeins hægri sinnaðra í dag heldur en sumir vinstri menn á Íslandi gera sér grein fyrir? 

Sufjan (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:01

3 identicon


Góð hugsun, góð gagnrýni. Ein spurning þó: Hver er þín skilgreining á hægri og vinstri ef það hefur ekkert með frjálsan markað að gera? Metur þú það þá eingöngu á félagslegu öryggisneti og/eða hversu mikil samneyslan er? Mín tilfinning fyrir hægri/vinstri hefur helst verið á mælikvörðunum; hversu mikil ríkisafskipti í atvinnulífinu, hversu mikil samneysla vegna mentunar, heilbrigðis og félagsmála og þar af leiðandi hversu mikil skattheimta og að lokum hversu lítil afskipti eru af frjálsum markaði. Svo má auðvitað kasta þarna inn atriðum eins og hversu mikil er forræðishyggjan gagnvart almenningi, en það er varla orðið lengur vinstri hægri debatt sýnist mér. Hvernig hugsaðir þú þetta í þinni greiningu?

FS (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:21

4 identicon

Sko til ! Ennþá er sem betur fer fólk sem nennir að skoða hlutina aðeins betur bakvið mótaðar og mataðar PR yfirlýsingar. Einhvern veginn missti ég líka af því í fréttum upprunalega að Heritage Foundation væri bakvið þetta, sem er auðvitað vinnustofa annars stóru flokkana í USA, sem litar þeirra umsagnir.

Kristján (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:31

5 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Góð grein hjá þér.

Halltu áfram.

Hlynur Jón Michelsen, 18.1.2008 kl. 18:24

6 Smámynd: Karl Emil Karlsson

Takk fyrir hrósið.

Sufjan: Hljómar þjóðarviska svía: "From each according to his ability, to each according to his need" eins og út úr munni hægrimanns? Eða meiri en 60% tekjuskattur? Geturu nefnt mér vinstrisinnaðara land í heiminum? Það sem mér finnst fólk ekki vera að átta sig á er að frjáls markaður er ekki einkauppfinning hægrimanna.

FS: Góð spurning, erfitt svar. Mér persónulega finnst þetta slæm hugtök. Þau þýða mismunandi eftir því hvar í heiminum þú ert. Í Bandaríkjunum t.d. er forræðishyggja gagnvart almenningi frekar tengt til hægri, sbr. Repúblikana sem eru lengst til hægri en einnig mestu authoritarianistarnir, á meðan Demókratar eru vinstra megin við þá en boða meira athafnafrelsi og minni boð og reglur. Þar ertu "leftist" ef þú styður fóstureyðingar, stofnfrumurannsóknir og hjónabönd samkynhneigðra. Hér á Íslandi er aftur á móti meira svona "helvítis kommarnir", boð bönn og reglur sem er tengt við vinstri. Í vinstri-blokkinni; Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, er frjáls markaður ekki tengdur hægri frekar en vinstri, en aðra sögu er að segja í Bandaríkjunum þar sem vinstri er sagt rústa einstaklingsframtakinu og viðskiptablómstrun. Mín skilgreining á vinstri og hægri er það eina sem allir eru sammála um: Vinstrimenn boða jöfnuð, velferðarkerfi og stuðning við þá sem þurfa á honum að halda. Hægrimenn boða lægri skatta og litla ríkisstjórn. Restina tengi ég við hvorugt.

Kristján: Takk fyrir þetta, það tók eina stutta google leit að finna stefnu Heritage Foundation: "Devoted to the principles of free enterprise, limited government, individual freedom, traditional American values, and a strong national defense." Hljómar eins og hlutlaus rannsóknarstofnun ekki satt?

Karl Emil Karlsson, 18.1.2008 kl. 19:20

7 Smámynd: Auðun Gíslason

"From each according....."  Þessu stal Karl Marx frá Páli postula, held ég!

Auðun Gíslason, 18.1.2008 kl. 20:28

8 Smámynd: Auðun Gíslason

"From each according....."  Þessu stal Karl Marx frá Páli postula, held ég!  Og birtist það í Kommúnistaávarpinu, en í hvaða bréfi Páls man ég ekki og nenni ekki að gá, enda má það einu gilda.

Auðun Gíslason, 18.1.2008 kl. 20:30

9 identicon

Ágætis pælingar, en lýsa lítilli þekkingu á hvað frelsi í viðskiptum er.

 Skattar eru hömlur á frjáls viðskipti, þeir skerða ráðstöfunarrétt einstaklinga á eigin tekjum.  Því hærri sem skattar eru því minna hefur einstaklingurinn til að eyða að eigin frumkvæði og því minna ber frjáls markaður úr bítum.  Ef ríkið hyrti allar tekjur einstaklinga, þá væri bara einn neytandi, ríkið, og frelsi markaðarins væri ekkert.

Eignarétturinn hefur nákvæmlega allt með frelsi markaðarins að gera, eða ætlar þú að kaupa þér bíl sem þú síðan átt ekki?  Heldur þú að einhver kaupi sér yfirleitt eitthvað ef hann hefur síðan ekki eigarétt á því sem hann kaupir?  Fasteignamarkaðurinn væri ekki til, bifreiðar seldust ekki, það eina sem seldist væri það sem væri étið á staðnum.

Stærð ríkisstjórnar (sem réttar væri að kalla umfang ríkisvaldsins). Ríkisvaldið verður ekki rekið nema fyrir skattfé, eða ríkisrekstri, annað hvort með einokun eða í samkeppni við einkarekstur.  Bæði hamlar frelsi markaðarins með samkeppnisójafnvægi, hærri sköttum eða einokun.

Fjármagnsfrelsi - hvernig getur þér dottið í hug að ríkisrekstur bankakerfisins hamli ekki frelsi á markaðnum?

Vinnureglur hafa hamlandi áhrif á frelsi markaðarins, hins vegar eru bæði hægri og vinstri sammála um að tryggja viss réttindi starfsfólks.  Vinstri vill alla jafnan ganga lengra en hægri í að tryggja réttindi.

Og hvaðan kemur þér sú hugmynd að í Svíþjóð sé öflugasta mennta, velferðar og heilbrigðiskerfi í heimi?  Það eru ekki mörg ár síðan Svíþjóð rambaði á barmi efnahagshruns vegna gengdarlausrar sóunar í velferðarmál sem efnahagur landsins stóð ekki undir.  Það var með snarpri hægri-beygju sem tókst að snúa þessu draumaríki sósíalista frá vegi efnahagslegrar glötunar.  Það sama hefur gerst í Danmörku og Finnlandi.  Skandinavíska mótelið er í dag allt annað en það var fyrir 10-20 árum, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa færst til hægri og eru í dag ekkert meira til vinstri en Ísland eða önnur velferðarríki í N-Evrópu.

 Annars ágætur pistill hjá þér, þú átt bara eftir að læra óhemju mikið.

bjarni (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 01:30

10 identicon

Þessi Bjarni er augljóslega kjáni ...

Halli (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:52

11 Smámynd: Guðmundur Björn

Já... Halli þeir sem eru ekki sammála sósíalistum eru kjánar eða hálfvitar. 

Var Noregur ekki með hátt skor í þessari könnun?

Þú verður að athuga eitt.  Svíar eru aldir upp í sósíalisma, en það er miðju-hægristjórn í dag þar í landi sem er að reyna að breyta einhverju til betri vegar.

Þar sem ég starfa í Danmörku og þekki til vinnumarkaðar í Noregi og Svíþjóð, þá skal ég lofa þér því að Íslendingar munu aldrei komast með tærnar þar sem nágrannar okkar hafa hælana í reglugerðum og skriffinsku varðandi vinnureglur og viðbjóði.

Heldur þú virkilega, að lokum, að Kaupþing sé að flytja til Hollands vegna þess að það sé vinstrisinnað?? Þú allavega leggur það þannig fram.  Held að fyrirtækjaskatturinn sé um 25% í Hollandi, en það kannski bara borgar sig að flytja þangað vegna starfsmannaskostnaðar og kostnaðarlækkunar á ýmsum liðum rekstararins?

Guðmundur Björn, 20.1.2008 kl. 01:03

12 identicon

Sá sem heldur að Svíþjóð sé það land í heiminum sem er lengst til vinstri horfir greinilega á heiminn bara í gegnum vinstra augað.

Sufjan (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband