Hræsnarar - Pólitískur réttrúnaður snýst við

Ég brosti þegar ég sá viðbrögð netverja við þessari grein. Sama fólk og bölvaði öðrum í sand og ösku fyrir nokkrum dögum hefur núna beðist afsökunar og jafnvel eytt greinum sínum.

Núna þegar pólitískur réttrúnaður hefur skipt um hlið fylgja netverjar með. Hvað er málið með svona fólk?

 

Núna kemur upp í huga einn parturinn í rannsókn á hæfileika almennings til að breyta gagnrýninni hugsun. Fólki var smalað inn í sal og látið hlusta á fyrirlestur um uppeldismál, þar sem fyrirlesarinn var sérfræðingur í málefninu og færði rök fyrir ströngum reglum í uppeldi. Eftir fyrirlesturinn var kannað hverjir voru sammála hans uppeldisaðferðum.  Seinna var fólkið látið hlýða á annan fyrirlesara sem einnig var sérfræðingur í málefninu og færði rök fyrir að gefa börnum frelsi og leyfa þeim að gera eigin mistök. Aftur var kannað hverjir voru sammála honum og hverjir ósammála.

Í ljós kom að meirihlutinn, um 80% áheyrenda sem höfðu í öðrum pörtum tilraunarinnar sýnt litla gangrýna hugsun, voru sammála báðum fyrirlesurum. Þeir voru sammála þeim fyrir meðan það var pólitísk rétthugsun og svo skiptu þeir um skoðun eftir að sá seinni hafði fengið almenningsálitið á sitt band. 

 

 

Ég bendi svo á greinina sem ég skrifaði um sandgerðisslagsmálin fyrir nokkrum dögum til að sýna mitt sjónarmið á þessu máli. Ég tek fram að það hefur ekkert breyst.

 

Takk fyrir lesturinn, góða nótt.


mbl.is Óvægin ummæli á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Blöndal

Ef fólk hefur illa mótaðar skoðanir á máli þá er mjög auðvelt að sannfæra það, enda hægt að orða tvo hluti sem stingast á við hvorn annan mjög sannfærandi þótt einn sé t.d. rangur. Fólk ályktar líka að sérfræðingar viti betur, og ef það fer á fyrirlestur þar sem sérfræðingur kemur með góðar hugmyndir sem virðast gáfulegar þá er sjálfsagt að fólk sé sammála þeim, og það getur líka verið sammála næsta sérfræðingi þótt hann hafi aðrar skoðanir:

  • Ef báðir sérfræðingarnir hafa rétt fyrir sér. Það þarf t.d. stundum strangt uppeldi og stundum að veita börnum frelsi. Það væri mjög slæmt að veita börnum frelsi þegar þau eiga að velja hvort þau vilja fara í skóla eða ekki, en gott að veita börnum frelsi til að velja nammi. Eins er gott að vera strangur þegar börn sníkja eitthvað sem maður er búinn að banna þeim, en slæmt að vera strangur þegar börnum líður illa.
  • Fólk gæti skipt um skoðun á milli fyrirlestra, fólk gæti hafa stutt strangan aga en skipt um skoðun eftir að hafa heyrt rökin frá síðari fyrirlesaranum.
  • Fólk er kindur

Baldur Blöndal, 15.4.2009 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband