7.3.2009 | 15:04
Dæmið sett upp eins og þetta tilheyri bara fortíðinni?
Mig langaði bara að benda á það að hagkerfið okkar byggir enn meira og minna á þrælahaldi.
Líttu á fötin sem þú ert í núna. Það eru yfirgnæfandi líkur á að þau séu saumuð af þrælum í suður og austur Asíu. Sömu sögu er að segja um hráefni, ss. gúmmíið í dekkjunum þínum og hráir málmar sem verða á endanum að stálinu sem styrkir steypuna í húsinu þínu og íhlutunum í bílnum þínum.
Þetta er mest allt framleitt af þrælum. Helsti munurinn á þrælahaldi nú og á öldum áður er að í staðin fyrir að þrælunum sé haldið með líkamlegu valdi eru búnar til "skuldir" sem þeir þurfa að "vinna upp", yfirleitt allt sitt líf. Vanþekking þeirra á reglum og fjármálum er nýtt til að blekkja þá í að skrifa undir samninga á okurvöxtum með ákvæðum um að þeir vinni skuldina upp þegar þeir geta ekki borgað.
Það er unnið í 12 - 16 tíma á sólarhring og að launum fá þrælarnir svefnpláss, brauðfæði og 20-30 cent á dag upp í skuldina en vegna "vaxta" þá hækkar hún um það bil sem því nemur á meðan. Oft eru líka unglingar og jafnvel börn að vinna fyrir skuldum foreldra sinna og fá þá gylliboð um að ef fjölskyldan leggst á eitt gætu þau öll sloppið burt innan áratugs eða svo. Vegna veikinda eða "breyttra vaxtaskilyrða" sem setja strik í reikninginn gerist þetta auðvitað sjaldan.
Mér var ekki skemmt í fyrirlestri í rekstrarfræði fyrir verkfræðinga fyrir nokkrum mánuðum þegar fyrirlesarinn tók dæmi um ímyndaða fataverslanakeðju og tók það bara sem gefið án nokkurra spurninga að fötin væru því næst ókeypis fyrir utan kostnaðinn við að flytja þau frá Indlandi.
Kaldhæðnin er sú að það þyrfti bara að hækka lokaverð fata um 20% eða svo til að borga þrælunum mannsæmandi laun miðað við þarlenda staðla, eða í kringum einn dollara á klukkustund.
Það eru samt ekki alveg allar vörur í þessum flokkum framleiddar af þrælum. Zara til dæmis byggir á öðru bisnessmódeli þar sem þeir fórna valkostinum um þrælavinnu til þess að geta framleitt fötin í Evrópu, mun nær markaðnum, og geta þannig fylgt tískunni mun hraðar en önnur fyrirtæki. IKEA sömu leiðis reynir að rannsaka alla byrgja sína og passa að ekkert sé framleitt í þrælavinnu en auðvitað er það næstum ógerlegt því keðjan liggur mjög langt aftur á bak og skilur oft litlar slóðir eftir sig.
Takk fyrir lesturinn.
Flúði til Íslands undan þrældómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki gleyma að þá var venjan að nema fólk frá heimkynum sínum en nú er venjan að gera heimkynin ósjálfbær og undiroka auðlyndirnar þaðan fyrir vestræn fyrirtæki og nota fólkið sem verður eftir (þrælana) til að vinna fyrir önnur vestræn fyrirtæki.
Auk þess eru líka þrælar hér á vesturlöndum, bara farið aðeins fínna í saumana. Annarsvegar skuldaþrælar auðmanna og hins vegar flóttaþrælar glæpahringja.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:43
... og við verðum þrælar AFG.
Kolla (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 23:38
En hvað um börn þar sem þrælavinna er eina vinnan að hafa, og ef hún væri ekki til staðar þá fengju börnin engin laun (þar sem laun = matur)?
Það er ekki alltaf raunin, en þó óvenju oft. Ég er ekki að segja það að neyða börn til vinnu sé af hinu góða og börn hafa oft á tíðum ekki val um það að vinna við ömurlegar vinnur. Hins vegar ef þú hefur engan pening, og ert nálægt því að svelta þá getur vinna bjargað þér, þannig að þetta er ekki alslæmt (frekari lesning)
Ekki taka þetta of alvarlega þetta eru bara vangaveltur
Baldur Blöndal, 15.4.2009 kl. 03:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.