Þeir ættu bara að hætta að væla og vinna vinnuna sína

Þetta er viðhorf sem er rosalega algengt í kringum mig. Fólk er stundum svo miklir eiginhagsmunaseggir að það hálfa væri nóg. Of mörgum er nákvæmlega sama svo lengi sem það hefur ekki áhrif á eigin kjör. Verst er nú samt með þá sem stilla sér upp á móti þeim sem berjast fyrir kjörum sínum.

 

Frá stelpu nokkurri, sem ég kalla víst vinkonu mína, kemur tilvitnun vikunnar: "Efnahagurinn í Frakklandi varð illa úti því fólk fór stanslaust í verkföll og vann ekki vinnuna sína."   Sama manneskja er á þeirri skoðun að stéttafélög séu slæm fyrir almannahagsmuni þar sem þau geri vinnuveitendum svo erfitt fyrir. 

Auðvitað veit hún að kommarnir vinstrimennirnir berjast fyrir meiri reglugerðum, höftum á atvinnurekstri og sóun á almannafé, á meðan sjálfstæðisflokkurinn leitast við að gefa öllum tækifæri til að njóta sín, stjórna sínum eigin peningum án þess að óvinnandi óduglegt fólk taki það af þeim, stofna fyrirtæki og eignast stórt hús með dýrum bíl í bílskúrnum fyrir peninginn sem ríkið rændi ekki af henni.

Önnur stelpa, meðlimur ungra sjálfstæðismanna, er mun hreinskilnari. Hún viðurkennir fúslega að henni er nákvæmlega sama um fátæka fólkið á Íslandi, Pólverjana og allt það. Hún stefnir bara á það að verða rík og skítt með alla hina. Og góð leið til að verða ríkur er einmitt að geta okrað á fólki og haft vinnuafl á lágum launum. Hún fær amk prik í hattinn fyrir hreinskilni.

 

Ég er viss um að þær báðar hefðu haft gott að því að alast upp hjá einstæðri móður í Bandaríkjunum á kennaralaunum sem vinnur 10 tíma á dag og ætti samt ekki efni á háskólanámi fyrir þær, enda er þar í gildi kerfi þar sem "duglega" fólkið er ekki látið borga til þeirra sem lögðu sig ekki fram í lífinu og stéttafélög eru ekki að þvælast jafn mikið fyrir atvinnurekendum. Svo myndu þær menntunarlausar enda uppi í samskonar stöðu sjálfar seinna í lífinu og svo koll af kolli.

Það vill svo til að ég bý akkúrat í þannig aðstöðu, en ég á það vinstrimönnum að þakka að ég er á leiðinni í háskóla í haust og verð væntanlega verkfræðingur í náinni framtíð. 


mbl.is Hjúkrunarfræðingar fóru aftur á fund ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög sniðugt, eitt af fyrstu moggabloggunum sem ég nenni að skrifa á vegna þess að þú krefur mann ekki um tölvupóst. Alveg í anda við það sem þú skrifar um sjálfan þig.

Skemmtilegar pælingar.

HilmarJ (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Hahaha svo satt!

Ísleifur Egill Hjaltason, 29.5.2008 kl. 12:49

3 identicon

Að stéttarfélög séu slæm fyrir almannahagsmuni? Ööööö... bíddu... hvað með lýðræðið, mannréttindi og tjáningarfrelsi? Hún gleymir hversu mikið ógrynni af peningum það myndi spara fyrir okkur öll að vera ekki í þessu lýðræðisbrölti. Pælið aðeins í því hversu auðvelt væri fyrir yfirvöld að redda málunum ef þau þyrftu ekki stanslaust að vera í viðtölum og kosningabrölti til að sannfæra kjósendur um ágæti sitt.

Svo eru auðvitað mannréttindin, þvílíka peninga- og tímasóunin, ha! Að þurfa spes aðila til að rannsaka glæp og ANNAN aðila til að dæma í honum?! Hafa menn ekkert peningavit?!  Hversu lengi ætlum við að sætta okkur við að mannréttindi og lýðræði og frelsi taki alla peningana okkar?

Þú slóst hana alveg örugglega utan undir, er það ekki? 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband