Hvaða afleiðingar hefur þetta?

Staðan eins og er er þessi: Við sorphirðuna í Reykjavíl starfa 57 manns eftir því sem ég best veit. Af þeim eru 3 í stjórnun og skrifstofustörfum. Yfirbyggingin er þar með rosalega lítil og ekki eru þessir þrír á neinum ofurlaunum.

Eins og sést á þessum tölum er þetta mjög skilvirkt rekið.  Hvaða hagræðingu hefur einkareksturinn tækifæri til að gera? Og við verðum að hafa það í huga að einkarekstur er í eðli sínu ekki fullkomlega skilvirkur þar sem hagnaður og hagnaðarvon rekur hann áfram. Svarið er augljóst, minnka þjónustuna. Eins og sést í sveitafélögum er einkareksturinn um 10% ódýrari það fer fyrir lítið þegar þjónustan er borin saman.

Þá bendi ég á að það þarf starfsmenn líka til að sjá um samninga við einkaaðila og eftirlit með því hvort þeir vinni vinnuna sína. Og einhvernvegin grunar mig að þeir starfsmenn plús stjórnunar- og skrifstofumenn plús hagnaður fyrir einkaaðilann sé hærri upphæð en þessir 3 núverandi starfsmenn taka fyrir að sjá um yfirbygginguna á þessu.

Svo til gamans má nefna að ef við miðum við að óbreyttir starfsmenn fái að meðaltali 180 þúsund í mánaðarlaun og stjórnendurnir 300 þúsund ættu laun borgarstjóranna að nægja fyrir launakostnaðinum við 47% af starfsemi sorphirðunnar.

 

Ég styð yfirleitt útboð á opinberri þjónustu, en þó ekki í þessu tilviki. Að mínu mati á ekki að bjóða út ef:
a) Rekstur hins opinbera á starfseminni er þegar mjög skilvirkur
b) Sambærileg útboð annarsstaðar hafa ekki sýnt betri niðurstöður
c) Það er góður möguleiki að illa verði staðið að útboðinu

Allt þrennt á við um þetta tilvik. Það er eins og sumir í borgarstjórnarflokki sjálfstæðisflokksins haldi að útboð sé gott útboðsins vegna. Skiptir ekki máli hver niðurstaðan muni verða.

 
Sumir flokkar ráðist í útboð og einkavæðingar eins og þeim sé borgað fyrir það. Auðvitað eru gríðarlegir peningahagsmunir í húfi. Það bætir ekki úr skák að sumir flokkar leggist mjög harkalega á móti því að bókhald stjórnmálaflokka verði opnað

 

Að öðru málefni: Ég rak upp stór augu í vinnunni í dag þegar ég var að lesa fréttablaðið og sá að borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins reyndi að láta reka móður vinar míns. Ástæðan er sú að þessi borgarfulltrúi var að vinna við hennar svið án samráðs við hana. Hún sá svo að þetta var ekki sterkur leikur hjá borgarfulltrúanum, mótmælti og reyndi að leiðbeina. Borgarfulltrúinn reynir þá að segja henni upp því borgarfulltrúinn þekkir þessi mál auðvitað miklu betur en manneskjan sem vinnur við að stjórna þessu og er "nákvæmur og góður sviðsstjóri og einn af bestu starfsmönnum borgarinnar" að mati borgarstjóra.
Svipuð mál varðandi starfsmannahaldið þarna í ráðhúsinu hafa verið að skjóta upp kollinum í allt sumar.

 


mbl.is Ruslakarlar öskureiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband