Hvað þarf að gera til að vekja athygli fólks?

Hver man eftir friðsamlegu mótmælunum þegar einhverjir mannréttindasinnar stóðu með skilti fyrir utan alþingishúsið og buðu fólki svo að prófa pyntingaaðferð sem einhver stjórnvöld einhversstaðar notuðu á þá sem töluðu gegn valdinu? Ekki ég að minnsta kosti. Get ekki einu sinni nefnt hvaða stjórnvöld var verið að tala um eða hvað það mál snerti Ísland.

 

Mig rámar nú samt eitthvað í mótmæli Falun Gong(sp?) liða sem voru að mestu leiti friðsamleg, en lengra en það nær það ekki. Og var hlustað á þá? Nei.

 

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar fólk kallar trukkamótmælin barnaleg, ofstækisfull og svo þar eftir götunum og bendir á að það sé mikilvægur réttur allra til að geta mótmælt en það á að gera það friðsamlega þar sem það truflar engan.
Hvað er takmarkið með mótmælum? Jú, það er að vekja athygli á málstað sínum og jafnvel knýja til einhverra breytinga. Er það mögulegt þegar það er ekki einu sinni tekið eftir manni?

 

Man kannski einhver eftir því þegar trukkakallarnir töluðu við Geir fyrir 3 árum og kröfðust þess friðsamlega með umræðu um að eitthvað verði gert. Hélt ekki. 

 

Þetta voru mjög heiftarleg mótmæli. Lögregla beitir táragasi og piparúða, ber mótmælendur með kylfum og notar aðrar þesskonar aðferðir sem hún býr yfir. Mótmælendur grýta eggjum og steinum í átt að lögreglu. Það er augljóst að þetta ætti ekki að eiga sér stað í einu ríkasta samfélagi heims.
En er þá vandamálið að fólk fari yfir strikið og geri svona hluti? Nei, að mínu mati á að fara að rót vandans. Vandamálið liggur í því að fólk hafi ástæðu til að fara svona heiftarlega yfir strikið.

 

 

PS: Hvernig stendur nú á því að í einu ríkasta samfélagi heims hafi góður vinur minn, 20 ára nemi og afgreiðslumaður, ekki efni á að fara til tannlæknis og láta laga erfiða skemmd áður en hún gerir meiri skaða? Greinilega eru öll bein Íslendinga tryggð nema þau sem eru í munninum.


mbl.is Reynt að fjarlægja bíl Sturlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það verða kosningar eftir 3 ár. Nú er að standa sig og gleyma ekki hvaða stjórnmálaflokkar standa sig ekki nógu vel.

Hætt er við að eftir 3 ár verði þetta gleymt og grafið, - því miður!

Nú hafa þungaflutningabílstjórar staðið í ströngu. Heppilegt væri að fara yfir stöðu mala og átta sig á að þessi mótmæli eru fyrir bí. Þau gengu einfaldlega of langt og þau skiluðu engum árangri, akkúrat engum. Þau hafa haft töluverðan kostnað í för með sér og mikið ergelsi fyrir alla þjóðina.

Það er virkilega miður að ráðamenn blönduðu sér ekki inn í þessa deilu sem staðið hefur hátt í mánuð. Hvers vegna í ósköpum buðu fjármálaráðherra og samgönguráðherra fulltrúum þungaflutningabílstjóra ekki að ræða málin í rólegheitum, fara yfir þau og skoða sameiginlega hvað unnt væri að gera.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.4.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vegna athugasemdanna í eftirskrift (PS) þá er það mjög miður að Tryggingastofnun ríkisins tekur ekki þátt í tannheilsu Íslendinga eftir að þeir eru 16 ára. Stéttarfélögin styrkja gilda limi sína í ýmiskonar þátttöku í heilsubótarstarfi, taka þátt í gleraugnakosnaði og sitt hvað fleira. En þau taka ekki þátt í tannheilsu. Það er auðvitað ein megin skýringin hvers vegna fjölmargir Íslendingar eru með áberandi slæmar tennur. Tannlæknar eru með gjaldskrá sem ekki er sú ódýrasta, öðru nær.

Svo er auðvitað spurningin að forgangsraða: Væri ekki hyggilegra fyrir ungt fólk að leggja meiri rækt við tannheilsu en að kaupa sér bíl sem er oft rándýr í rekstri? Svo má neita sér um sitthvað: reykingar, skemmtanir, kaupa ódýrari föt og að sjálfsögðu fara með strætó, ganga, skokka eða hjóla.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 24.4.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband