Slæm þróun!

Eða kanski meira viðeigandi að kalla þetta hæga þróun. Fyrst núna í byrjun ársins 2008, og það aðeins í *einni* sundlaug í einu af frjálsustu ríkjum heims, er konum ekki bannað að fara út í laugina án þess að hylja brjóstin. Á meðan halda bannistar um allann heim áfram að berjast á móti fóstureyðingum, hjónaböndum samkynhneigðra, litum klæða barna á fæðingardeild, frelsi kvenna til að ráða yfir eigin líkama og rétti fyrirtækja til að hafa þá sem þau vilja í stjórn óháð kyni svo fátt eitt sé nefnt.

Ekki það að ég megi einu sinni skoða fréttir frá þessum viðburði. Ég er ekki orðinn 18 ára og fréttamyndir sem innihalda ber brjóst gætu því "sært blygðunarkennd" mína og eru því ritskoðaðar.

 

Þetta er fyrsta málefnalega færslann inná þetta blog og ég vænti þess að fleiri í svipuðum dúr muni fylgja. 


mbl.is Ber brjóst leyfð í Sundsvall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Blöndal

Þar sem þú ert stór strákur þá er hérna tengill á dónasíðu. Einnig kemur fram þar að það sé leyfilegt að bera brjóst sín á Íslandi, þótt fólk hafi nú verið rekið upp úr sundlaugum á Íslandi fyrir það.

Annars er þetta tepruskapur, börnum er alveg sama um brjóst og fullorðið fólk ætti að vera nógu þroskað til að þola að sjá þau í sundi. Svo er þetta ekkert sem börn geta ekki fundið með því að fara á Google og skrifa inn breasts.

Baldur Blöndal, 15.4.2009 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband